Síðdegisútvarpið

7.apríl

Útlit er fyrir áframhaldandi skort á íbúðum þrátt fyrir íbúðum í byggingu hafi fjölgað. Þetta er niðurstaða Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

(HMS) sem töldu íbúðir í byggingu á landinu öllu í febrúar og mars 2022. Í nýrri skýrslu kemur fram það muni skorta tæplega 2000 íbúðir á þessu og næsta ári en lóðaskortur er talinn vera ástæða þess ekki meira byggt. Við heyrum í Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtak iðnaðarins í þættinum.

Egill Eðvarðsson þúsundþjalasmiður, upptökustjóri og myndlistarmaður opnar málverkasýningu í dag klukkan fimm, en áður en hann gerir það kíkir hann í kaffisopa til okkar í Efstaleitið og ræðir við okkur um listina og lífið.

Haldið verður upp á Alþjóðadag Rómafólks í fyrsta sinn á Íslandi á morgun 8. apríl í Veröld - húsi Vigdísar. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem menningu Rómafólks verður haldið á lofti með þátttöku Rómafólks, m.a. tónlistarmanna, rithöfunda og fræðimanna, með það markmiði sýna, segja frá og efla menningu eins stærsta minnihlutahóps Evrópu sem hefur orðið fyrir mismunun í aldaraðir. Ásíds Rósa Magnúsdóttir forstöðumaður stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, ritstjóri og þýðandi bókarinnar Sunnudagsmatur og fleiri sögur Rómafólks kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir.

Frumraun framleiðandans Teits Magnússonar, Uglur verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin fjallar um Pál sem er ungur ekkill sem hefur undanfarin ár lokað sig frá samfélaginu. Einangraða líf hans tekur vendingum þegar Elísabet, ung kona, fær húsaskjól hjá honum eftir hafa flúið úr ofbeldisaðstæðum.

Teitur ætlar koma hingað á eftir og segja okkur frá þessari mynd.

Við tökum líka stöðuna á skíðasvæðinu í Bláfjöllum en þar er búin vera bongoblíða síðustu daga og nægur snjór Einar Bjarnason rekstarstjóri verður á línunni

En við byrjum á innrás Rússa í Úkraínu en Mannréttindaráð gengur bráðlega til atkvæðagreiðslu um hvort víkja skuli Rússum úr ráðinu. Markús Þórhallsson fréttamaður er hingað kominn

Frumflutt

7. apríl 2022

Aðgengilegt til

7. apríl 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.