Síðdegisútvarpið

29.mars

Síðustu landanir loðnuveiðiskipanna voru á sunnudaginn og síðustu skipin til landa voru úr Vestmannaeyjum. En hvernig gekk loðnuvertíðin ? við heyrum í okkar manni í Vestmannaeyjum Sigurgeiri B. Kristgeirssyni sem er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og hann segir okkur allt um það hvernig gekk.

Í kvöld fjallar Kveikur um alvarleg atvik í heilbrigðiskerfinu. Birt er tölfræði um aukningu, fjallað um orsakir, afleiðingar máls Ástu Andrésdóttur, hjúkrunarfræðingsins sem ákærð var fyrir manndráp af gáleysi ? en í miðpunkti er saga hjúkrunarfræðingsins Bergþóru Birnudóttur, sem örkumlaðist við fæðingu eins stærsta barns sem fæðst hefur á Íslandi. Brynja Þorgeirsdóttir segir okkur nánar af þessu máli.

Íþróttin borðtennis hefur notið mikilla vinsælda í endurhæfingu parkinsongreindra um allan heim. Parkinsonsamtökin ætla bjóða upp á borðtennis fyrir félagsfólk alla föstudaga í íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði. Ágústa Kristín Andersen hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Takts sem er miðstöð Parkinsonsamtakanna segir okkur nánar frá borðtennisæfingum parkinsonsjúklinga.

Samfélagsmiðlar eru frábært ókeypis markaðstól þegar þeir eru rétt nýttir en hvernig er best tækla þá þegar þú nennir þeim ekki? Anna Jóna Dungal er tónlistarbransaráðgjafi og eigandi OK Agency og segir okkur allt um það.

styttist heldur betur í aðal helgi snjóbrettaáhugafólks á Íslandi. AK Extreme verður nefnilega haldið með látum fyrir norðan næstu helgi og byrja lætin á fimmtudaginn. Gauti Þeyr eða Emmsjé Gauti eins og hann er oftar kallaður er einn aðstandenda hátíðarinnar og hann kemur til okkar á eftir.

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir hlaut viðurkenninguna Rödd ársins og 1. verðlaun í opnum flokki í söngkeppninni Vox Domini sem fram fór um helgina. Keppnin er haldin á vegum Félags íslenskra söngkennara og veitir þátttakendum einstakt tækifæri til spreyta sig meðal jafningja.

Birt

29. mars 2022

Aðgengilegt til

29. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.