Síðdegisútvarpið

27. ágúst

Nokkur kórónuveirusmit hafa verið rakin til hópsýkingar á Hótel Rangá. Meðal þeirra sem voru prófaðir vegna þeirrar sýkingar voru ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, sem reyndust allir heilir heilsu. Margir hafa verið í sóttkví vegna þessa og þar á meðal er hótelstjórinn Friðrik Pálsson sem ætlar ræða við okkur á eftir.

SÁÁ hefur ekki farið varhluta af áhrifum Covid 19. Hrafnhildur mælti sér mót við nýjan formann SÁÁ Einar Hermannsson og spurði hann út í nýja starfið, starfsemina og áhrif Covid 19 á meðferðarúrræði SÁÁ.

Jón Guðmundsson, garðyrkju­fræðingur og eplabóndi á Akranesi, reiknar með allt 50 kílóa uppskeru af trjánum í garðinum sínum þetta árið. Brúnsápa og uppþvottalögur nýtist vel til halda skordýrum frá. Við hringjum í Jón.

Hugbúnaðarfyrirtækið GRID hefur tryggt sér 1,6 milljarða króna til ljúka hönnun á veflausn sem er ætlað umbylta gagnavinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri og stofnandi GRID, kemur til okkar í Síðdegisútvarpið og segir okkur betur frá þessu. Við spyrjum hann líka út í hvernig nýsköpun og sprotar geta hjálpa okkur út úr efnahagssamdrættinum.

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, hefur áhyggjur af því ungar konur hér á landi kjósi setja of mikið af fylliefnum í varir sínar. Hún bendir á engar verklagsreglur um meðhöndlun fylliefna séu hér á land. Þau teljist til snyrtivara.

Birt

27. ágúst 2020

Aðgengilegt til

27. ágúst 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.