Morgunútvarpið

22.01.2024

Mótmæli hafa farið fram á austurvelli í 26 daga og mótmælendur hafa sofið í tjöldum fyrir utan alþingishúsið í öllum veðrum til krefjast fjölskyldusameiningar sem þau telja stjórnvöld ekki beita sér nægjanlega fyrir. Ekki er lengur leyfilegt fyrir mótmælendur sofa í tjöldunum en boðað hefur verið til mótmælafundar klukkan 14.30 í dag. Naji Asar er einn þeirra sem stendur baki tjaldbúðunum, hann kom til okkar ásamt Kötlu Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var á línunni en hún ætlar leggja fram vantrauststillögu á matvælaráðherra þegar þing kemur saman loknu jólahléi í dag.

Breiðfylkingin fundar í dag með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara, en samningaviðræðurnar virtust í uppnámi í síðustu viku vegna ólíkra áherslna um launahækkanir. Við ræddum við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, um stöðu viðræðna og fundinn í dag.

Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum, var á línunni hjá okkur eftir átta fréttir, þegar við ræddum um stríð og átök í heiminum og mögulega útbreiðslu þeirra. Það vakti til mynda töluverða athygli á dögunum þegar yfirmaður sænska hersins sagði koma þyrfti fólki í skilning um það geti orðið stríð í Svíþjóð.

Við fórum þá yfir flókna stöðu á þingi sem verður sett í dag við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði.

Tónlist:

Birkir Blær - Thinking Bout You.

KINGS OF CONVENIENCE - Rocky Trail.

UXI - Bridges.

Childish Gambino - Redbone.

Eagles - One Of These Nights.

Jónfrí - Aprílmáni.

Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).

Vampire Weekend - Harmony Hall.

UNNSTEINN - Andandi.

Frumflutt

22. jan. 2024

Aðgengilegt til

21. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,