Morgunútvarpið

Færeyjafjör, Reykjanesskagi, frjósemisstreita, broskallar, tækni

Færeyingar töpuðu lokaleik sínum á EM karla í handbolta í gær og hafa því lokið þátttöku sinni á þessu fyrsta stórmóti sínu en þeir geta gengið stoltir frá borði, árangurinn góður og stemningin mikil. Við heyrðum í Ebenezer Þórarni Ásgeirssyni, sem býr í höfuðstaðnum Þórshöfn, um handboltaæðið í Færeyjum og fleira.

Við tókum stöðuna varðandi jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og ræddum við Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, um verkefni dagsins.

Sigurbirna Hafliðadóttir meistaranemi í klínískri sálfræði kom til okkar og sagði okkur frá forritinu Tökum á frjósemisstreitu sem, eins og nafnið bendir til, hjálpar fólki með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, takast á við þær erfiðu tilfinningar og streitu sem geta tengst ófrjósemi. Sigurbirna fór yfir niðurstöður fyrri rannsóknar og sagði okkur frá stærri rannsókn sem hún vinnur að.

Fræðafólk í stærðfræði við Háskóla Íslands stendur á bak við Styrktarfélagið Broskalla og vinnur því styðja nemendur í Kenía til háskólanáms. Verkefnið grundvallast á vefkennslukerfinu SmileyTutor sem hefur verið í þróun innan Háskóla Íslands um árabil og við fengum til okkar þau Gunnar Stefánsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ, og Önnu Helgu Jónsdóttur, dósent við sömu deild, sem sögðu okkur meira.

Guðmundur Jóhannsson tæknispekúlant þáttarins mætti með fréttir af því nýjasta og kannski skrítnasta í heimi tækni og tækja.

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, var gestur okkar og við fórum yfir stöðuna á Reykjanesskaganum.

Tónlist:

Ásgeir Trausti - Leyndarmál.

Gudrid Hansdóttir - Pegasus.

Eivör - Rain.

Nilsson - Everybody's talkin'.

Elín Hall - Manndráp af gáleysi.

Harry Styles - Adore you.

Egó - Fjöllin hafa vakað.

Eric Clapton - Call me the breeze.

Joni Mitchell - Big yellow taxi.

The Beatles - Blackbird.

Una Torfa - En.

Frumflutt

16. jan. 2024

Aðgengilegt til

15. jan. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,