Morgunútvarpið

21. nóv. - Sund, jólapóstur, neyðaráætlun, stýrivextir, aðstandendur

Íslendingar elska sund og þegar brottfluttir Íslendingar eru spurðir hvers þeir sakna mest heiman nefna ansi margir sundlaugarnar. En hvað er það sem heillar við sundið og hversu umfangsmikil er þessi sundást okkar Íslendinga? Þau Katrín Snorradóttir og Valdimar Tr. Hafstein hafa skoðað þetta ítarlega og nýlega kom út bók þeirra Sund, sem fjallar um málið. Við fengum þau í heimsókn.

Gömlu góðu jólakortin heyra hér um bil sögunni til, í það minnsta í því magni sem áður tíðkaðist á aðventunni hér áður fyrr. Póstþjónusta um jólin hefur breyst mjög mikið nokkuð hratt og er aðalálagið vegna pakkasendinga vegna netsölu. Vilborg Árnadóttir markaðsstjóri Póstsins og Sigríður Heiðar sölustjóri kíktu til okkar í spjall um törnina sem er framundan.

Í gær hófst borun fyrir köldu vatni í nýju varavatnsbóli fyrir Suðurnes við Árnarétt sem liggur í heiðinni milli Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ. verkinu vinna HS Orka og HS Veit­ur í nánu sam­starfi við Orku­stofn­un og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, en verkið er hluti af neyðaráætlun um varavatnsból og neyðarhitaveitu ef náttúruhamfarir hafa áhrif á starfsemina í Svartsengi. Páll Erland forstjóri HS Veitna var gestur okkar og sagði okkur meira af þessu.

Í fyrramálið birtir Seðlabankinn stýrivaxtaákvörðun sína. Hagfræðingar Landsbankans spá því bankinn haldi vöxtum óbreyttum í 9,25%. Þar telja þau til náttúruhamfarir sem hafi sett stóran hóp fólks í viðkvæma stöðu og aukið óvissu í efnahagslífinu auki líkur á nefndin haldi sér höndum og bíði átekta, rétt eins og síðast. Þó hafi verðbólguvæntingar versnað frá síðasta fundi sem eykur óvissuna. Hildur Margrét Jóhannsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum kom til okkar og ræddi stöðu efnahagsmála.

Kraftur og Bergið Headspace ætla sameina krafta sína og bjóða ungmennum á aldrinum 14 til 20 ára upp á koma og ræða hvernig er vera aðstandandi krabbameinsgreinds einstaklings. Guðlaug Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Krafti var á línunni hjá okkur og sagði okkur meira.

Tónlist:

Hjálmar - Áttu vinur augnablik?

Hafdís Huld - Synchronised swimmers.

Axel Flóvent - When the sun goes down.

Dina Ögon - Mormor.

Emilíana Torrini - Blame it on the sun.

Steely Dan - Reelin in the year.

Vök - Waterfall.

Mannakorn - Gamli góði vinur.

Patri!k og Luigi - Skína.

Frumflutt

21. nóv. 2023

Aðgengilegt til

20. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,