Morgunútvarpið

9. nóv. - Jarðhræringar, fiskneysla, Reykjanesbær, efnhagsmál o.fl.

Við ræddum við Fannar Jónasson bæjarstjóra um skjálftana í nótt og tókum stöðuna í Grindavík.

Bílastæðasjóður hætti í vikunni prenta út álagningarseðla vegna stöðvunarbrotagjalda og setja undir rúðuþurrku bifreiða. Það gerist á sama tíma og alls kyns breytingar á gjaldsvæðum og tíma taka gildi. Ræddum breytingar og pirring sem beinist stöðumælavörðum við Rakel Elíasdóttur, deildarstjóra reksturs Bílastæðasjóðs.

Fiskneysla Íslendinga er á sífelldu undanhaldi og þar spilar margt inn í líkt og verð á fiski, viðhorf til fisksins og tíðarandi. Þetta hefur Kolbrún Sveinsdóttir doktor í matvælafræði og verkefnastjóri hjá Matís rannsakað í fjölda ára. Kolbrún kom til okkar.

Fjölmennur íbúafundur fór fram í Reykjanesbæ í gærkvöldi þar sem farið var yfir stöðuna varðandi hugsanlegt eldgos við Þorbjörn og möguleg áhrif þess á innviði á svæðinu. Íbúar í bænum fylgjast grannt með stöðunni, en taka henni af æðruleysi eins og Hulda Geirsdóttir komst þegar hún heimsótti bæinn í gær.

Við fórum yfir vanskil fyrirtækja og heimila. Van­skil eru aukast en ekki mikið enn­þá, sagði Leifur Grétarsson, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus.

Í gær ræddum við um ráðstefnu sem Norræna félagið heldur um skandinavísku tungumálin, stöðu þeirra og hlutverk á Norðurlöndunum, og áhrif versnandi kunnáttu í þeim tungumálum á norrænt samfélag. Hvað ef Norðurlöndin væru eitt land? Valur Gunnarsson sagnfræðingur kannaði þann möguleika fyrir bók sína Hvað ef? og við ræðum þær hugmyndir betur við hann hálf níu.

Er eitruð vinnustaðamenning eitthvað sem við þurfum hafa áhyggjur af? Hvað getur kallast heilbrigð vinnustaðamenning? Vinnueftirlitið hefur boðað til aðgerðavakningar til stuðla heilbrigðri vinnustaðamenningu og vinna gegn einelti á vinnustað. Sara Hlín Hálfdanardóttir, verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu kemur til okkar.

Laglisti:

HJALTALÍN - Love from 99.

LAUFEY, BEABADOOBEE - A Night To Remember.

Bryan Ferry - Dont stop the dance.

SIMON & GARFUNKEL - A Most Peculiar Man.

BRAINSTORM - My Star.

WOLF ALICE - Don't delete the kisses.

TOTALLY ENORMOUS EXTINCT DINASAURS - Crosswalk.

BEACH HOUSE - Space Song.

HOWARD - What Now.

Frumflutt

9. nóv. 2023

Aðgengilegt til

8. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,