Kiljan

01.02.2023

Fyrsta Kilja vorvertíðarinnar er á dagskrá RÚV á miðvikudagskvöld. Þátturinn verður miklu leyti helgaður handhöfum Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Við reynum kynnast þeim Pedro Gunnlaugi Garcia og Arndísi Þórarinsdóttur betur, ræðum við þau um bókmenntirnar en líka um lífið og tillveruna, áhrifavalda og uppruna. Í Bókum og stöðum förum við norður í land, á Vatnsnes í Húnavatnssýslu, og skoðum aðeins hvernig rithöfundar hafa fjallað um morðið á Natan Ketilssyni. Á Vatnsnesi kemur líka við sögu rímnaskáldið og fræðimaðurinn Guðmundur Bergþórsson sem var uppi á 17. öld, var mjög fatlaður en afrekaði mikið á sviði bókmennta. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Breytt ástand eftir Berglindi Ósk, Svefngrímuna eftir Örvar Smárasosn og Systraklukkurnar eftir Lars Myttig.

Frumsýnt

1. feb. 2023

Aðgengilegt til

7. feb. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.