Kiljan

Þáttur 20 af 25

Kiljan er venju fremur efnismikil þegar jólin nálgast. Auður Ava Ólafsdóttir segir okkur frá nýrri skáldsögu sinni sem nefnist DJ Bambi og segir frá transkonu. Bjarni Bjarnason ræðir bók sína Dúnstúlkan í þokunni, þetta er söguleg skáldsaga sem gerist á Langanesi á seinni hluta 19. aldar. Við fjöllum um sauðfé. Ólafur Dýrmundsson er með fjárhús í Seljahverfinu og er fjallkóngur Reykjavíkur. Hann er höfundur bókar sem nefnist einfaldlega Sauðfjárbúskapur í Reykjavík. Guðjón Ragnar Jónasson kemur líka í fjáhúsið og talar um Forystufé og fólkið í landinu en hann er höfundur bókarinnar ásamt Daníel Hansen. Vinirnir Bragi Ólafsson og Einar Örn Benediktsson segja frá Út úr mátunarklefanum en þar yrkir Bragi stutt kvæði en Einar Örn myndskreytir. Hljómsveitarfélagi þeirra Sigtryggur Baldursson rekur inn nefið, hann sendir frá sér smásagnasafn sem nefnist Haugalygi. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Snjó í paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl og Aksturlag innfæddra eftir Þórdísi Gísladóttur.

Frumsýnt

29. nóv. 2023

Aðgengilegt til

28. nóv. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,