Kiljan

Kiljan 20. mars 2024

Í Kilju vikunnar birtist spjall mitt við hið magnaða ljóðskáld Ilya Kaminsky. Hann er upprunninn í Úkraínu, flutti ungur til Bandaríkjanna, og hefur ort stórgóðar ljóðabækur sem hafa verið þýddar á ótal tungumál - meðal annars á íslensku. Við förum vítt og breitt, tölum um bókmenntir, Úkraínustríðið, heyrnarleysi og sitthvað fleira. Við fjöllum um stórvirkið Með verkum handanna, en það fjallar um íslenskan refilsaum fyrr á öldum, geysilega merkilegan menningararf. Hildur Knútsdóttir segir okkur nýútkominni hrollvekju sem hún hefur ritað og nefnist Mandla. Gagnrýnendur þáttarins ræða um þrjár bækur: Kalmann og fjallið sem svaf eftirJoachim B. Schmidt, Morðin í Dillonshúsi eftir Sigríði Dúu Goldsworthy og Vatn á blómin eftir Valerie Perrin.

Frumsýnt

20. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,