Kiljan

Þáttur 4 af 25

Í Kilju vikunnar fjöllum við um ljóðaverðlaunin Ljóðstaf Jóns úr Vör sem eru kennd við stórskáldið sem löngum bjó í Kópavogi. Við fáum til okkar Brynju Hjálmsdóttur sem er nýjasti handhafi ljóðstafsins og Ástu Fanneyju Sigurðardóttur sem var formaður dómnefndarinnar og er reyndar fyrrverandi verðlaunahafi. Við fáum svo hlýða á verðlaunakvæðið. Páll Björnsson sagnfræðingur rekur fyrir okkur hina furðulegu sögu ættarnafna á Íslandi, en hann hefur nýskeð sent frá sér bók um þessar deilur sem allt aftur á 19. öld. Sundlaugar eru Íslendingum mikið hjartans mál - í bókinni 100 sundlaugar hefur ljósmyndarinn Bragi Þór Jósefsson myndað sundlaugar á Íslandi úr lofti. Við hittum hann á sundlaugarbarmi. Í Bókum og stöðum förum við í Goðdali í Skagafirði og kynnumst sögu Símonar Dalaskálds sem þar er grafinn. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Hættuleg sambönd eftir Pierre Choderlos de Laclos í þýðingu Friðriks Rafnssonar og Djúpið eftir Benný Sif Ísleifsdóttur.

Frumsýnt

23. feb. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,