Kiljan

Kiljan

Í Kilju vikunnar fjöllum við um bókina Sund eftir Katrínu Snorradóttur og Valdimar Tr. Hafstein. Þar er greint frá sundiðkun Íslendinga frá ýmsum hliðum - og þá ekki síst hinum félagslegu samskiptum sem eiga sér stað í sundlaugum landsins. Joachim B. Schmidt ræðir við okkur um nýja skáldsögu sína Kalmann og fjallið sem svaf en hún er framhald af bók hans sem nefnist einfaldlega Kalmann. Joachim er Svisslendingur, búsettur á Islandi og talar reiprennandi íslensku. Vala Hauksdóttir, sem fékk fyrstu verðlaun í keppninni um Ljóðstaf Jóns úr Vör, flytur okkur verðlaunaljóðið sem nefnist Verk finna. Í Bókum og stöðum förum við í Hallormsstaðaskóg þar sem meðal annars verða á vegi okkar skáldin Páll Ólafsson, Halldór Laxness og Þorsteinn Valdimarsson. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Land næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Afa minn stríðsfangann eftir Elínu Hirst og Rottueyjuna og fleiri sögur eftir Jo Nesbö. Á Rúv á miðvikudagskvöld klukkan 20.05.

Frumsýnt

21. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,