Kiljan

Kiljan 3. apríl 2024

Meðal gesta í Kilju vikunnar er heimspekiprófessorinn Sigríður Þorgeirsdóttir. Við ræðum við hana um þýðingu á Andkristi eftir Friedrich Nietzsche sem er nýútkomin. Þýðandi er Pálína Sigríður B. Sigurðardóttir en Sigríður ritar formála. Böðvar Björnsson hóf ungur starfa í hreyfingu samkynhneigðra sem þá voru upp til hópa í felum, hann segir okkur frá bók sinni Strákar úr skuggunum en þar rekur hann sig eftir nokkrum vörðum í sögu hreyfingarinnar. Skáldið og myndlistarmaðurinn Gunnhildur Þórðardóttir býr í Keflavík - hún ræðir um ljóðabók sina sem nefnist Dóttir drápunnar. Í Bókum og stöðum förum við um Fljótsdalshérað þar sem meðal annars koma við sögu Gunnar Gunnarsson, Skáld-Guðný og Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari. Gagnrýnendur þáttarins rýna í Vatnið brennur eftir Gunnar Theodór Eggertsson, Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar eftir Aksel Sandemose og Sögu af svartri geit eftir Purumal Murugan.

Frumsýnt

3. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,