Kiljan

Kiljan 13. mars 2024

Í Kilju vikunnar fjöllum við um tvö nýútkomin skáldverk - Gegnumtrekk eftir Einar Lövdahl, það er samtímasaga um ungan mann sem er á flótta undan lífinu, og Stjörnufallseyjur sem er bók full af fantasíu eftir Jakub Stachowiak sem er upprunninn í Póllandi en skrifar á íslensku. Við fræðumst um Tryggva Magnússon myndlistarmann en hann var langafi Andrésar Úlfs Helgusonar sem hefur ritað bók um hann. Tryggvi lagði gjörva hönd á margt, teiknaði í skopritið Spegilinn, hannaði peningaseðla, frímerki og auglýsingar en var líka listmálari þótt hann nyti ekki mikillar viðurkenningar sem slíkur. Í Bókum & stöðum förum við austur á Vestdalseyri við Seyðisfjörð en þar eru slóðir Vilborgar Dagbjartsdóttur og Karls Einarssonar Dunganons. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Einlífi eftir Hlín Agnarsdóttur, Lokasuðuna eftir Torgny Lindgren og Gangandi bassa eftir Tómas R. Einarsson.

Frumsýnt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,