Kiljan

Þáttur 1 af 25

Fyrsta Kilja ársins er á dagskrá miðvikudagskvöldið 7. febrúar. Steinunn Sigurðardóttir, nýr handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna, er í mjög fjörlegu viðtali um verðlaunasöguna Ból og rithöfundaferil sinn - þar ber m.a. á góma höfunda eins og Halldór Laxness, Málfríði Einarsdóttur og Guðberg Bergsson. Erla Hulda Halldórsdóttir segir frá bók sinni Ég er þinn elskari en þar er finna eldheit og tárvot ástarbréf milli sjálfstæðishetjunnar Baldvins Einarssonar og unnustu hans Kristrúnar Jónsdóttur. Egill ræðir við Ásgeir hvítaskáld á Eskifirði en hann hefur ritað bók sem nefnist Morðið í Naphorni. Þar er sagt frá óhugnanlegu morðmáli austanlands undir lok 18. aldar og ekki síður hroðalegri aftöku sem var á Mjóeyrinni á Eskifirði. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Rambó er týndur eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur, Paradís eftir Nóbelsverðlaunahafann Abdulrazak Gurnah og Bannað drepa eftir Gunnar Helgason og Rán Flygenring en bók þeirra hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna-og ungmennabóka.

Frumsýnt

7. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,