Kiljan

Kiljan 10. apríl 2024

Í Kiljunni í kvöld fjöllum við um litla og afar skemmtilega bókabúð í Stangarholti sem nefnist Kanínuholan. Sverrir Jakobsson, prófessor í sagnfræði, leiðir okkur í allan sannleik um Væringja, norræna menn sem fóru alla leið suður til Konstantínópel og börðust í liði keisarans þar - arftaka Rómarveldis. Sverrir hefur rannsakað Væringjana undanfarin ár og ritað um þá. Páll Biering yrkir um reynslu sína af hjálparstarfi í bókinni Sjálfshjálparbók hjálparstarfsmannsins - ræðir við okkur um bókina og flytur kvæði. Í Bókum og stöðum förum við austur á Borgarfjörð eystri og fjöllum um Jóhannes Sveinsson Kjarval sem þar uppfóstraðist. Kjarval var ekki bara málari heldur fékkst hann líka við ritstörf, auk þess sem margir andans menn skrifuðu um hann. Gagnrýnendur þáttarins ræða um þrjár bækur: Fóstur eftir Claire Keegan, Fararefni, en það er ritgerðasafn um Þorstein frá Hamri, og Konuna sem í mér býr sem er ævisaga poppstjörnunnar Britney Spears.

Frumsýnt

10. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,