Kiljan

Þáttur 19 af 25

Neil Gaiman er gestur í Kilju vikunnar. Gaiman er einn frægasti rithöfundur í heimi. Hann byrjaði feril sinn í myndasögum en færði sig svo yfir í skáldsögur í fantasíustíl. Verk hans hafa notið gríðarlegrar hylli, einkum meðal yngra fólks. Margar sögur hans hafa verið kvikmyndaðar. Gaiman er mikill áhugamaður um Ísland en ein bók hans fjallar um norræna goðafræði. Við hittum Eirík Örn Norðdahl á sleitulausu lestrarferðalagi hans um landið. Hann fræðir okkur um nýja skáldsögu sína sem nefnist Náttúrulögmálin og gerist á hálfímynduðum Ísafirði árið 1925. Óttar Sveinsson spjallar um Útkallsbækur sínar sem alltaf njóta mikilla vinsælda - fyrir þessi jól kemur út þrítugasta í röðinni. Gagnrýnendur okkar, Kolbrún Bergþórsdóttir og Ingibjörg Iða Auðunardóttir, ræða um Dulstirni og Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, Álfa eftir Rán Flygenring og Hjörleif Hjartarson og Manninn frá Sao Paulo eftir Skúla Sigurðsson.

Frumsýnt

22. nóv. 2023

Aðgengilegt til

21. nóv. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,