Kiljan

Þáttur 17 af 25

Við heimsækjum Vigdísi Grímsdóttur í Kilju vikunnar. Vigdís sendir frá sér skáldsögu eftir nokkurt hlé, Ævintýri nefnist hún. Við ræðum við Báru Baldursdóttur sagnfræðing um bók hennar Kynlegt stríð. Bókin fjallar um nöturlegan tíma í sögu okkar sem hefur verið kallaður "ástandið,? það var þegar konur voru hundeltar vegna samskipta við hernámsliðið á árum heimsstyrjaldarinnar. Líklega fóru þarna fram umfangsmestu persónunjósnir í sögu þjóðarinnar. Friðgeir Einarsson rithöfundur kemur í þáttinn með bók sem heitir hvorki meira minna en Serótónínendurupptökuhemlar. Sólveig Pálsdóttir segir okkur frá sögu sinni sem nefnist Miðillinn. Og svo förum við vestur í og hittum skáldið Óskar Árna Óskarsson sem sendir frá sér ljóðasafnið Vegamyndir. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur, Sæluríkið eftir Arnald Indriðason og Frasabókina eftir Emil Örn Aðalsteinsson og Eyþór Wöhler.

Frumsýnt

8. nóv. 2023

Aðgengilegt til

7. nóv. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,