Kiljan

Þáttur 16 af 25

Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson eru gestir í Kiljunni í kvöld. Þau eru í sambúð og bæði rithöfundar. Bergþóra sendir frá sér skáldsöguna Duft og Bragi skáldsöguna Kjöt. Hlín Agnarsdóttir ræðir við okkur um nýja bók sína sem nefnist Einlífi. Þá förum við norður á Siglufjörð og hittum Örlyg Kristfinnsson sem hefur skráð bernskuminningar frá bænum undir heitinu Fólkið á Eyrinni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Högna eftir Auði Jónsdóttur, Hina útvöldu eftir Snæbjörn Arngrímsson og Borgirnar ósýnilegu eftir Italo Calvino.

Frumsýnt

1. nóv. 2023

Aðgengilegt til

31. okt. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,