Kiljan

Þáttur 15 af 25

Í Kilju vikunnar kennir margra grasa. Talað verður við Björn Þorláksson um nýja bók hans Dauðann. Í henni er finna raunsannar frásögur um sorgir og sigra við leiðarlok lífsins. Fjallað er um Högna, nýja, fyndna og hárbeitta samtímasögu Auðar Jónsdóttur. Þegar Högni verður skyndilega umdeildasti maður landsins, veitir honum ekki af horfast í augu við sjálfan sig. Bílasagnfræðingurinn Örn Sigurðsson, sem áður hefur gefið út bækur um bíla, bregður upp mynd af sambandi Íslendinga við bílinn í nýrri bók sinni Bílar í lífi þjóðar. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur ræðir nýja ævisögu sem hann hefur skrifað um æskulýðsleiðtogan dáða, sr. Friðrik Friðriksson. Bókin ber nafnið Sr. Friðrik og drengirnir hans. Sr. Friðrik var heiðraður með ýmsum hætti fyrir störf sín á meðan hann lifði en hann var einkum þekktur fyrir hafa helgað sig starfi KFUM og K. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Heimsmeistara, nýja bók Einars Kárasonar, MEN. Vorkvöld í Reykjavík eftir Sigrúnu Pálsdóttur og Langafa og jökulinn sem hvarf eftir Þórarin Leifsson.

Frumsýnt

25. okt. 2023

Aðgengilegt til

24. okt. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,