Kiljan

Þáttur 22 af 25

Næstsíðasti þáttur Kiljunnar fyrir jól er sýndur á Rúv í kvöld klukkan 20.05. Samkvæmt hefð kynnum við niðurstöðurnar í verðlaunum bóksalanna. Við tilkynnum einnig tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Yrsa Þöll Gylfadóttir segir okkur frá skemmtisögu sinni Rambó er týndur. Ólafur Jóhann Ólafsson ræðir smásagnasafn sitt Snjór í Paradís. Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri vendir sínu kvæði í kross, skrifar skáldsögu, en hún fjallar reyndar um einn frægasta kvikmyndahöfund allra tíma, sjálfan Ingmar Bergman. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri segir okkur frá bók sinni sem ber heitið Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg, en það er ævisaga baráttukonunnar Guðrúnar Jónsdóttur. Síðan fræðir Sævar Helgi Bragason okkur um bók sína Hamfarir en það er fjórða ritið í bókaflokki hans sem ber yfirskriftina Vísindalæsi. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Ból eftir Steinunni Sigurðardóttur, Ævintýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur og Kjöt eftir Braga Pál Sigurðarson.

Frumsýnt

13. des. 2023

Aðgengilegt til

12. des. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,