Kiljan

Þáttur 12 af 25

Fyrsta Kilja vertíðarinnar er á RÚV á miðvikudagskvöldið klukkan 20.05. Við hefjumst strax handa við fjalla um nýjar bækur. Nanna Rögnvaldardóttir er fræg fyrir matreiðslubækur en sendir frá sér stóra sögulega skáldsögu, mikla örlagasögu sem nefnist Valskan. Sverrir Norland segir frá skáldsögu sinni Klettinum - þetta er samtímasaga um þrjá vini, vináttu og samkeppni milli þeirra og atburð sem öllu breytir. Margrét Tryggvadóttir skoðar með okkur bókina Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina, þetta er fallegt yfirlitsrit sem getur vonandi bætt þekkingu almennings á myndlist. Svo förum við á fjöruga krakkasamkomu í Bæjarbíói þar sem koma fram rithöfundarnir Elias og Agnes Vahlund, höfundar vinsælla barnabóka sem nefnast Handbók fyrir ofurhetjur. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Vegamyndir eftir Óskar Árna Óskarsson, Konu eftir Annie Ernaux og Hlutskipti eftir Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttur og Jón Hjartarson.

Frumsýnt

4. okt. 2023

Aðgengilegt til

3. okt. 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,