Kiljan

15.03.2023

Meðal gesta í Kilju vikunnar er skáldið Guðrún Hannesdóttir. Hún hóf gefa út bækur fyrir um fimmtán árum, þær eru orðnar níu talsins og Guðrún hefur skipað sér á bekk með okkar fremstu skáldum. Nýjasta bók hennar heitir Fingramál. Aðalsteinn Ingólfsson segir okkur frá bókinni Þingvellir í myndlist - þetta er glæsilegt rit þar sem er skoðuð myndlist sem tengist þessum helga reit þjóðarinnar allt frá miðri 19. öld og fram til vorra daga. Brynjólfur Þorsteinsson ræðir við okkur um skáldsögu sína Snuð sem fékk góða dóma í Kiljunni fyrir stuttu. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Óbragð eftir Guðrúnu Brjánsdóttur, Konu/spendýr eftir Ragnheiði Lárusdóttur og Unga manninn eftir Nóbelsverðlaunahafann Annie Enraux. Þátturinn er miklu leyti tekinn upp í Bókasafni Kópavogs, einu glæsilegasta almenningsbókasafni landsins, en það fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir.

Frumsýnt

15. mars 2023

Aðgengilegt til

20. mars 2024
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.