Síðdegisútvarpið

5. október

Mikill samdráttur hefur orðið í heildargreiðslum og fjölda starfandi fólks í skapandi greinum hér á landi frá 2008. Um 25 prósent færri starfa við menningargreinar en 2008 og á sama tímabili hefur þar orðið 40 prósent samdráttur í heildarlaunagreiðslum. Þetta kemur fram í úttekt Bandalags háskólamanna. Við fáum til okkar formann samtakanna Friðrik Jónsson til rýna betur í þessa úttekt.

Dr. Anna Hulda Ólafsdóttir leiðir nýtt verkefni þvert á svið Veðurstofu Íslands sem kallast skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar. Í verkefninu felst aðlaga íslenskt samfélag þeim loftslagsbreytingum sem eru óumflýjanlegar í nálægri framtíð. Aðlögunin er gríðarstór málaflokkur sem snertir allt samfélagið og viðbúnað þess í breyttum heimi. þegar eru verkefnin tengd afleiðingum loftslagsbreytinga orðin aðkallandi eins og við sjáum fyrir austan og norðan þar sem er almannavarnir hafa lýst yfir hættuástandi vegna skriðuhættu tengdri miklum vatnavöxtum. Eða hvað? Er þetta ekki dæmi um slíkt? Við ræðum það og fleira við Önnu.

Í fyrsta Kveiksþætti vetrarins, sem er á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 20:05, verður fjallað um umræðuna um COVID-bólusetningar á Íslandi og talað við fólk sem hefur kosið láta ekki bólusetja sig. Arnhildur Hálfdánardóttir heldur utan um umfjöllunina og kemur til okkar í spjall um málið.

Komið er síðustu heimsókn sérfræðinganna frá Árnastofnun í bili. Við höfum fengið læra heilmikið af þeim fræðimönnum sem þar starfa. En hlustendur þurfa ekki örvænta því Árnstofnun heldur úti Instagram síður þar sem hægt er fylgjast með starfi þeirra. Fjóla Kristín Guðmundsdóttir verkefnisstjóri kemur til okkar og segir okkur frá.

Við hringjum einnig austur til Egilstaða og ræðum við Ingibjörgu B. Guðmundsdóttur sem er eigandi Púku kattarins sem hafði verið týnd í eitt og hálft ár en er loksins komin heim.

Birt

5. okt. 2021

Aðgengilegt til

5. okt. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.