Síðdegisútvarpið

28. september

Lögreglan á Norðurlandi vestra sendi frá sér áríðandi tilkynningu þess efnis Sauðá væri hætt renna og ástæðan talin krapastífla hafi myndast í henni. Lögreglan biðlar til fólks vera ekki á ferð við Sauðána og alls ekki í Litla Skógi leiksvæði Árskóla. Einnig er fólk beðið um vera ekki á ferð vestan við verknámshús Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Mikil hætta getur skapast þegar krapastíflur myndast en þær geta brostið fyrirvaralaust með tilheyrandi stórstreymi. Við heyrum í Birgi Jónassyni lögreglustjóra.

Á sunnudag fóru fram kosningar í Þýskalandi og þó ekki enn á hreinu hver muni taka við embætti Kanslara er nokkuð víst Angela Merkel mun stíga til hliðar. Hún hefur gengt embættinu síðan 2005 og notið vinsælda Þjóðverja. Við fáum til okkar Ingólf Bjarna Sigfússon fréttamann til ræða við okkur um breytingarnar sem eru framundan þegar niðurstöður kosninganna eru skýrast og skoða aðeins með okkur hver Angela Merkel er og hvers vegna hún varð jafn vinsæl og hún er.

Við höldum áfram með okkar vikulega lið þar sem við fáum snillingana frá Árnastofnun til segja okkur sitthvað áhugavert tengt íslenskunni okkar. Í dag ræðum við við Ástu Svavarsdóttur en hún ætlar segja okkur frá því hernig orðabækur verða til og úr hverju og svo er orðabók ekki það sama og orðabók. Fáum vita meira um það á eftir.

Einn stærsti efnaframleiðandi Kína hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um byggingu verksmiðju til

framleiðslu á metanóli með endurvinnslu koltvísýrings. Samingurinn var undirritaður í gær og mun tæknin draga úr losun verksmiðjunnar sem nemur útblæstri fjórðungs einkabíla á Íslandi. Benedikt Stefánsson hjá CRI kemur til okkar og segir okkur betur frá.

Til marka upphaf Bleiku slaufunnar 2021 verður boðið upp á einstakan viðburð í Háskólabíói fimmtudaginn 30. september: Sérstök sýning verður á kvikmyndinni MAMMA MIA! Við heyrum í Höllu Þorsteinsdóttur framkvæmdarstjóra Krabbameinsfélagsins um sýninguna og átakið sem er fara af stað.

Birt

28. sept. 2021

Aðgengilegt til

28. sept. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.