Síðdegisútvarpið

7. september

Samkvæmt Facebook-síðu Náttúrustofu Suðausturlands, vinnur Náttúrustofan kortlagningu útbreiðslu tröllasmiðs og leitar því upplýsinga um hvar til þeirra hefur sést. Tröllasmiðurinn er stærsta skordýr í íslenskri náttúru (utan nýbúans varmasmiðs) og er um 21-22 mm langur. Hafi fólk séð eða viti fólk af slíku tröllasmiðum það gjarnan láta vita. Lilja Jóhannesdóttir hjá Náttúrustofu Suðurlands segir okkur betur frá þessu á eftir.

Rannsóknardósentinn Dr Emily Lethbridge kemur til okkar og segir frá örnefnasafni Árnastofnunar en það safn heyrir undir Nafnafræðisvið stofnunarinnar. Dr Emily mun taka með sér sýnishorn af safninu og ræða við okkur um örnefni í víðara samhengi auk þess segja okkur frá þessu stórmerkilega safni.

Ólöf Ása Skúladóttir íbúa í Hvalfirði brá heldur betur í gær þegar hún fann leðurblöku á planinu heima hjá sér seinni partinn í gær. Afar sjaldgæft er hér á landi finnist leðurblökur en talið er það gerist um það bil tvisvar á ári.

Við höldum áfram fylgjast með kosningabaráttunni. Við höfum fengið hlusta á brot úr kosningahlaðvarpi RÚV x tuttugu og eitt undanfarið þar sem rætt er við nýja frambjóðendur flokkanna sem bjóða fram fyrir komandi kosningar. Í dag fáum við heyra hvað Ingibjörgu Ólöfu Ísaksen, oddvita Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi liggur á hjarta.

Saga Ragnheiðar Brynjólfsdóttir, frumburðar Brynjólfs Sveinssonar biskups hefur lifað með þjóðinni í aldir og virðist áhuginn á sögu hennar ekkert minnka með tímanum sem líður. Síðast 2013 var sett upp ópera samnefnd henni og frumflutt í Skálholti, þar sem hún ólst upp. Í ár eru 380 ár liðin frá fræðingur Ragnheiðar og í tilefni því ætlar Friðrik Erlingsson annar höfunda óperunnar leiða fólk í fræðslugöngu um Skálholtið á morgun. Hann segir okkur betur frá því.

Birt

7. sept. 2021

Aðgengilegt til

7. sept. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.