Morgunútvarpið

25. okt. - Vegir, Danmörk, Macron, Ingebrigtsenbræður o.fl.

Við heyrðum í G. Pétri Matthíassyni upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar um vegina, veturinn framundan og glænýja brú yfir Þorskafjörð sem verður formlega opnuð í dag.

Jakob Ellemann-Jensen sagði í byrjun vikunnar af sér formennsku í danska hægriflokknum Venstre, eftir langvarandi innanflokksátök. Hann lét jafnframt af ráðherradómi og þingmennsku, en Ellemann-Jensen, sem hefur verið varaforsætisráðherra og efnahagsráðherra í ríkisstjórn Mette Frederiksen frá 2022, og varnarmálaráðherra þar til í ágúst í ár, lætur af öllum afskiptum af dönskum stjórnmálum. Við ræddum vendingar í danskri pólitík við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, stjórnmálafræðing í Kaupmannahöfn.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, er í Ísrael og fundar með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra. Hann hefur einnig mælt sér mót við ættingja þeirra 30 Frakka sem fórust í árás Hamas 7. október og ekki þykir útilokað hann eigi einhvers samskipti við forseta Palestínu og leiðtoga nágrannaríkja. Við ræddum hvort líklegt Macron nái miðla málum, viðhorf Frakka til átakanna og mótmæli þar í landi við Torfa Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Frakklands.

Norskt íþróttalíf titrar í kjölfar uppljóstrana Ingebrigtsenbræðra í dagblaðinu Verdens gang. Þar útskýra þeir hvers vegna þeir ákváðu hætta æfa undir stjórn föður síns og saka hann um ofbeldi. Bræðurnir Henrik, Filip og Jakob, eru stjórstjörnur í norsku íþróttalífi, yfirburða hlauparar og hafa unnið Evrópu-, Heims- og Ólympíumeistaratitla, og þar til fyrir 18 mánuðum var faðir þeirra, Gjert, þjálfari þeirra. Við ræddum þetta mál, foreldra sem þjálfara og kröfur sem gerðar eru á iðkendur í íþróttum, við Daða Rafnsson, doktorsnema í íþróttasálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Stefán Pálsson sagnfræðingur heldur námskeið hjá Endurmenntun í næsta mánuði undir heitinu Fótbolti, svikráð og pólitík. Þar eru tengsl knattspyrnu og spillingar ýmis konar skoðuð frá ýmsum hliðum. Við fengum Stefán til segja okkur meira af þessu forvitnilega viðfangsefni.

Við heyrðum svo af nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Akureyri, Northern Lights Fantastic Film Festival. Ársæll Níelsson, einn af stofnendum hátíðarinnar, var á línunni.

Tónlist:

Mugison - É dúdda mía.

Men without hats - The safety dance.

Una Torfa - Í löngu máli.

Lenny Kravitz - It aint over til its over.

Cease Tone, Rakel og JóiPé - Ég var spá.

U2 - Atomic City.

Tom Jones og The Cardigans - Burning down the house.

Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu.

Frumflutt

25. okt. 2023

Aðgengilegt til

24. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,