Morgunútvarpið

5. okt. - Sólheimar, ofbeldi, brunar, fasteignamarkaður, Frost og HSÍ

Við héldum áfram ræða lífræna ræktun með frumkvöðlum á því sviði, þ.e. fulltrúum Sólheima í Grímsnesi. Á morgun standa Sólheimar fyrir ráðstefnu um málefnið. Margrét Tómasdóttir og Sigríður Jóna Friðriksdóttir, úr fulltrúaráði Sólheima, kíktu til okkar

Niðurstöður sífellt fleiri rannsókna benda til þess þegar karlar búa við ofbeldi af hálfu konu sem þeir eiga í nánu sambandi við heilsa þeirra og líðan mun verri en karla sem ekki hafa þá reynslu. Einnig þeir séu ólíklegri til segja frá og leita hjálpar af ótta við verða ekki trúað. Hildur Petra Friðriksdóttir gerði rannsókn sem MSc-lokaverkefni við Heilbrigðisvísindadeild Háskólans á Akureyri um reynslu karla af ofbeldi kvenna í nánum samböndum. Hún kom til okkar og sagði okkur frá niðurstöðum sínum.

Þó nokkuð hefur borið á fréttum af eldsvoðum sem rekja til hleðslutækja rafhlaupahjóla, síðast þegar stórtjón varð í Hafnarfirði og bjarga þurfti íbúum af svölum. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins fór yfir málið og forvarnir gegn slíkum brunum.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti í gær ákvörðun sína um halda vöxtum bankans óbreyttum. Í yfirlýsingu nefndarinnar kom fram nokkuð hefði hægst á vexti efnahagsumsvifa og áhrif vaxtahækkana bankans væru farin koma fram í meira mæli. Enn væri þó nokkur óvissa um hvort núverandi taumhald væri nægilegt. Við ræddum vaxtaumhverfið og stöðuna á húsnæðismarkaði við Moniku Hjálmtýsdóttur, formann Félags fasteignasala.

Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, var á línunni frá Noregi þar sem leiksýningin Frost verður frumsýnd í næstu viku. Eins og fram hefur komið leikstýrir hann ekki einungis uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur á öllum Norðurlöndunum.

Í sumar var greint frá því HSÍ væri undirbúa umsókn um halda HM í handbolta karla ásamt handknattleikssamböndum Danmerkur og Noregs en horft var til mótanna 2029 eða 2031. Framkvæmdastjóri HSÍ staðfesti við íþróttadeild RÚV í gær sambandið hefði staðfest þátttöku sína í umsókninni. Við töluðum við Guðmund B. Ólafsson, formann HSÍ, um þá gagnasöfnun sem tekur við og fyrstu vettvangsskoðanirnar, sem og um nýja þjóðarhöll innanhússíþrótta sem er grundvallarforsenda þess HSÍ geti tekið þátt í mótshaldinu.

Tónlist:

JÓNFRÍ ? Andalúsía.

ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA ? Sweet Talkin' Woman.

DIDO ? Thank You.

VÖK ? Autopilot.

ÁRNÝ MARGRÉT ? Waiting.

Daði Freyr Pétursson ? Limit To Love.

GEORGE MICHAEL ? Fast Love.

SOFT CELL ? Tainted Love.

FLEETWOOD MAC ? Little Lies.

HIPSUMHAPS ? Hjarta.

Frumflutt

5. okt. 2023

Aðgengilegt til

4. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,