Morgunútvarpið

9. ágúst - sjálfsafgreiðsla, dramatík, kjarnorka, golf og fiskidagur

Við erum orðin vön því í stórmörkuðunum er sjálfsafgreiðsla samhliða gömlu góðu búðarkössunum. En hvernig hefur þetta nýja kerfi reynst? Verða stjórnendur meira varir við rýrnun á lager eftir þetta kerfi var tekið upp eða eru kúnnarnir upp til hópa heiðarlegir? Guðrún Aðalsteindóttir, framkvæmdarstjóri Krónunnar, kom til okkar ræða þeirra reynslu af sjálfsafgreiðslukössunum.

Við héldum áfram umfjöllun okkar í tengslum við Hinsegindaga. Í kvöld fer fram söguganga um miðbæ Reykjavíkur þar sem farið verður yfir sögu hinseginfólks undir yfirskriftinni Dansiböll, dramatík og leitin sjálfu sér þar sem kafið verður djúpt í það hvernig Íslendingar elskuðu og elskuðust út fyrir normið á árum áruð. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir doktorsnemi í sagnfræði leiðir gönguna.

Í kvöld fer einnig fram árleg kertafleyting Samtaka hernaðarandstæðinga til minningar um fórnarlömb Bandaríkjahers í japönsku borgunum Hiroshima og Nagasaki en það var á þessum degi fyrir 78 árum síðan, árið 1945, varpaði herinn seinni kjarnorkusprengjunni og þá á Nagasaki. Af því tilefni ræddum við tilurð kjarnorkusprengjunnar, aðdraganda þessara árása og kjarnorku yfir höfuð við Gísla Jónsson sérfræðing hjá Geislavörnum ríkisins.

Íslandsmótið í golfi fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi um helgina og hefjast leikar á fimmtudag. Keppendur verða 150 en gríðarlegur áhugi var hjá kylfingum komast inn á keppendalista Íslandsmótsins. Alls skráðu sig 200 til leiks en hámarksfjöldi keppenda er 150 eins og áður segir. Alls verða 103 karlar og 47 konur á keppendalistanum. Aldrei áður hafa jafnmargar konur tekið þátt á Íslandsmótinu í golfi ? en fyrra metið var 44 konur frá því í fyrra þegar Íslandsmótið fór fram í Vestmannaeyjum. Við hituðum upp fyrir mótið með forseta Golfsambandsins, Huldu Bjarnadóttur.

Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldinn um helgina í fyrsta sinn síðan 2019. Dalvíkingar eru gera bæinn sinn klárann og eiga von á tugum þúsunda gestir smakka góðgæti úr hafinu sem er á boðstólum á laugardeginum en ekki síður er fólk spennt fyrir fiskisúpunni í heimahúsum á föstudagskvöldinu. Forsetahjónin eru heiðursgestir hátíðarinnar þessu sinni. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla var á línunni hjá okkur.

Tónlist

HLJÓMAR - Ég elska alla.

HJÁLMAR - Ég teikna stjörnu.

HARRY STYLES - Satellite.

ADELE - Rolling In The Deep.

UTANGARÐSMENN - Kyrrlátt Kvöld.

PNAU & KHALID - The Hard Way.

NÝDÖNSK - Flauel.

Frumflutt

9. ágúst 2023

Aðgengilegt til

8. ágúst 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,