Rokkland

McCartney III

Mesta púðrið í Rokklandi vikunnar fer í Sir Paul McCartney - Paul úr Bítlunum sem er orðinn 78 ára gamall, en hann var senda frá sér plötu sem heitir McCartney III - hún kom út núna 18. desember og er síðasti hlutinn í þríleik segir hann. Hinar plöturnar eru McCartney sem kom út 1970 þegar Bítlarnir voru liðast í sundur og McCartney II sem kom út 1980 þegar hljómsveitin Wings var syngja sitt síðasta. McCartney III er tekin upp í „rockdown“ eins og Paul kallar það, en hann spilar á öll hljóðfæri og gerir allt sjálfur eins og á hinum McCartney plötunum. McCartney III fór í fyrsta sæti breska vinsældalistans þegar hún kom út, en Paul hefur ekki átt plötu í efsta sæti breska listans síðan Flowers in the dirt kom út 1989.

En þar fyrir utan heyrum við nýja músík með Taylor Swift, Phoebe Bridgers, Margréti Eir, Coldplay, Barry Gibb, Eivør ofl.

Birt

3. jan. 2021

Aðgengilegt til

5. jan. 2022
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir