Rokkland

Iceland Airwaves 2023

Rokkland var á Iceland Airwaves á dögunum og Rokkland verður á Iceland Airwaves í dag.

Rúmlega 150 listamenn og hljómsveitir spiluðu meira en 250 tónleika í aðal-dagskrá og off venue eins og það heitir, á Iceland AIrwaves í ár.

Við heyrum tóndæmi og spjall við Airwaves fólk í þættinum í dag, listafólk gesti og starfsfólk.

Rokkland rakst á mikið af skemmtilegu fólki á Airwaves og talaði við marga sem við heyrum í í þætti dagsins: Anna Ásthildur, Goggi í Sigur Rós, Ísleifur Þórhallsson, Anna Jóna Dungal, Kevin Cole, Mummi ofl.

Frumflutt

26. nóv. 2023

Aðgengilegt til

27. nóv. 2024
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,