Rokkland

Sinéad O' Connor lengi lifi!

Í Rokklandi í dag heldur Óli P. áfram fjalla um hina mögnuðu Sinéad O ?Connor sem kvaddi okkur í sumar aðeins 56 ára aldri.

Í þættinum er sagt frá því Þegar Sinéad reif myndina af páfanum í Saturday night Live árið 1992 og Því sem gerðist í kjölfarið.

Við heyrum brot úr viðtali sem Óli tók við hana áður en hún kom hingað til Íslands 2011 og tóndæmi af tónleikunum hennar í Fríkirkjunni á Iceland Airwaves. Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur kemur við sögu, líka Ellen Kristjáns og John Grant ofl.

Frumflutt

8. okt. 2023

Aðgengilegt til

9. okt. 2024
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,