Rokkland

Eivør og Sinéad

Rokkland hefur göngu sína aftur í dag eftir gott frí.

Tvær magnaðar tónlistarkonur leggja Rokkland undir sig í dag. Eivør Pálsdóttir og Sinéad O'Connor.

Eivør kom með Elinborgu systur sinni í stúdíó 12 á fimmtudaginn og þær sögðu frá og sungu lög eftir Eivør, Leonard Cohen og Sineád O?Connor. Eivør er með tónleika í Eldborg næsta sunnudag ? fyrstu tónleikana sem eru ekki jólatónleikar í mörg ár.

Svo er það Sinéad ? þessi magnaða tónlistarkona sem hafði það svo oft svo ótrúlega slæmt. Hún lést í sumar á heimili sínu í London aðeins 56 ára aldri. Hún var einstök, forystusauður, frábær söngkona, lagasmiður og textaskáld. Hún öskraði þegar aðrir þögðu. Hún átti erfitt líf. Mamma hennar beitti hana hræðilegu ofbeldi þegar hún var barn. Hún var 18 mánuði á upptökuheimili kaþólsku kirkjunnar þegar hún var unglingur. Hún jarðaði 17 ára son sinn í fyrra sem stytti sér aldur. Hún reyndi oft sjálfsvíg. Hún átti oft hrikalega erfitt en alltaf stóð hún með sannfæringu sinni og sagði það sem henni bjó í brjósti.

Við heyrum brot af spjalli umsjónarmanns við Sinéad í þættinum og líka brot frá tónleikunum hennar á Iceland Airwaves 2011 í Fríkirkjunni. Rás 2 hljóðritaði.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson

Frumflutt

1. okt. 2023

Aðgengilegt til

2. okt. 2024
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,