Rokkland

Hjálpum þeim - Jojo og Gummi P.

Í Rokklandi dagsins skoðum við tenginguna milli Hjálpum þeim (desember 1985), Do the know it´s christmas (desember 1984) og We are the world (mars 1985).

Í seinni hluta þáttarins er gítarleikarinn ? gítarhetjan og tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson gestur Rokklands, en hann spilaði t.d. 16 Baggalútstónleika núna í desember, hann túraði um heiminn á árinu með hinum norska Erlend Oye og hann var líka gefa út sína þriðju sólóplötu. Hún heitir Sensus og hefur geyma instrumental músík, sem er alls ekki bara gítarmúsík. Heyrum í Gumma sem sló í gegn á einu kvöldi á Músíktilraunum árið 1987, aðeins 14 ára gamall.

Í Fyrri hlutanum kemur í heimsókn annar gítar-maður ? allt öðruvísi en Gummi Pé, nefnilega götuspilarinn JoJo sem fólk kannast við ef það er á rölti í Austurstræti á kvöldin og sérstaklega um helgar. Þar situr hann oftar en ekki með gítarinn, í úlpunni, með grifflur og húfu og trefil og syngur fyrir fólkið ? veitir samfélagsþjónustu eins og hann segir sjálfur. Jojo spilaði einu sinni með Bruce Springsteen, heyrum af því og lífinu í götunni í Rokklandi í dag.

Frumflutt

20. des. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,