Rokkland

Utangarðsmenn - Geislavirkir

Í Rokklandi vikunnar ætlum við hlusta á eina plötu eins og við gerum stundum í þessum þætti: Geislavirkir með Utangarðsmönnum sem Alda music gaf nýlega út í 45 ára afmælisútgáfu sem hefur bæði geyma upphaflegu plötuna með Sigurður var sjómaður og Hiroshima, og líka ensku útgáfuna sem var hugsuð fyrir útlönd. Hún var gefin út í litlu upplagi en var aldrei fáanleg hér á Íslandi.

Í aðalhlutverki eru tveir Utangarðsmenn af fimm, bræðurnir og gítarleikararnir Michael og Daniel Pollock. Þeir segja okkur frá þessari mögnuðu plötu sem kom út árið 1980 fyrir 45 árum og markaði nýtt upphaf í tónlistarlífinu og menningunni á íslandi. Utangarðsmenn er hljómsveitin sem Bubbi sló í gegn með og hljómsveitin sem kveikti neistann sem varð á endanum kvikmyndin Rokk í Reykjavík og svo framvegis og svo framvegis.

Frumflutt

28. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,