Rokkland

Kaktus og Rosalía

Sykurmolar tengja Rokkland vikunnar saman!

Ein af plötum síðasta árs er platan hans Kaktusar Einarsson Lobster Coda. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum plata ársins - Kaktus er sonur Einars Arnar Sykurmola.

Rokkland hitti Kaktus á Eurosonic Festival í Hollandi fyrr á árinu og átti við hann gott spjall sem við heyrum í seinni hluta þáttarins í dag og tónlistin af Lobster Coda er í forgrunni.

En í fyrri hlutanum er það strórstjarnan Rosalía frá Spáni og nýja platan hennar LUX sem er mikið masterpís. Sykurmolinn Björk er ekki bara ein helsta fyrirmynd Rosaíu heldur líka gestur á plötunni. Og Daníel Bjarnason er í stóru hlutverki á þessari mögnuðu plötu, hann stjórnaði London symphony Orchestra á plötunni og hann er gestur Rokklands í dag.

Frumflutt

23. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,