Rokkland

Glimrandi Tónaflóð á Menningarnótt

Í Rokklandi vikunnar er boðið upp á brot af því besta sem var spilað og sungið á Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli á Menningarnótt.

Fyrst á svið var Glowie ? Sara Pétursdóttir sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2014 þegar hún var 17 ára gömul, en nýjasta lagið hennar fór akkúrat á toppinn á vinsældalista Rásar 2 á laugardaginn, lagið heitir No lie.

Á eftir henni komu fánaberar íslenska rappsins ? Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti sem buðu svo Kött Grá Pjé og Aron Can í heimsókn.

Bubbi Morthens var næstur aleinn með gítarinn sinn, og svo var í lokin boðið upp á atriði með Ísfirskri og vestfirskri tónlist. Halldór Gunnar Pálsson frá Flateyri, sem samdi þjóðhátíðarlagið í ár og samdi líka Þjóðhátíðarlagið Þar sem hjartað slær sem er orðið einskonar þjóðsöngur eyjamanna. Og hann er líka sami og fór í kringum landið fyrir nokkrum árum og sameinaði Íslensku þjóðina í söng. Hann fékk 30.000 manns til syngja inn á eitt og sama lagið ? lagið Ísland. Halldór er líka foringi og kórstjóri Fjallabræðra ? og hann fékk með sér hljómsveit, BG og Ingibjörgu, Mugison, Helga BJörns og fleiri.

Lagalisti:

Glowie / One day

Glowie / No more

Glowie / No lie

+++++++++++

Úlfur Úlfur / 100.000

Úlfur Úlfur feat Kött Grá Pjé / Brennum allt

Emmsjé Gauti / Djammæli

Emmsjé Gauti feat. Aron Can / Silfurskotta

+++++++++++

Bubbi / The sky is crying

Bubbi / Fallegur dagur

Bubbi / Smukke unge mennesker (Kim Larsen)

Bubbi / Stál og hnífur

Bubbi / Rómeo og Júlía

+++++++++++

Fjallabræður og Sólstafir / Fjara

Mugison Fjallabræður og Sólstafir / Ljósvíkingur

Fjallabræður og Lára Rúnars / In between

Fjallabræður og Reynir Guðmundsson / Hey kanína

Fjallabræður og Mugison og Rúna / Gúanóstelpan

Fjallabræður og Mugison / Stingum af

Fjallabræður og BG og Ingibjörg / Þín innsta þrá

Helgi Björns / Kókos og engifer

Fjallabræður og Helgi Björns / Þúsund sinnum segðu

Fjallabræður og Helgi Björns / Húsið og ég

Fjallabræður og BG og Ingibjörg / Góða ferð

Frumflutt

21. ágúst 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,