Rokkland

Grímur velur ofan í lýðinn

Rokkland vikunnar er eitt af fjölmörgum upphitunarnúmerum Iceland Airwaves 2015 sem fer fram vikuna 4.-8. nóvember nk.

Auk allra íslensku hljómsveitanna sem koma þar fram eru erlendu böndin 72 talsins.

Grímur Atlason sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar kemur í heimsókn með 5 hljómsveitir og listamenn sem hann segir okkur frá og spilar tóndæmi með. Allt eru þeta hljómsveitir og listamenn sem honum þykir ástæða til mæla sérstaklega með.

VIð heyrum líka í fleiri erlendum sveitum sem koma á Airwaves, öðrum en Grímur mælir með - .t.d. bönd sem Rokkland mælir með.

Sumar af þessum sveitum spila líka á Off-venue dagskránni þannig allir ættu geta séð og heyrt ef þeir bara komast heiman og dántán Reykjavík rokk-city.

Söngkonan Adele kemur líka við sögu, en hún sendi fyrir helgina frá sér nýtt lag, (Hello) það fyrsta í 4 ár og það er plata væntanleg í nóvember. Hún mun heita 25 en Adele er 27 ára. Er hún þykjast vera yngri en hún er? Hinar plöturnar hennar tvær heita 19 og 21.

Rokkland býður svo líka upp á örlítið af tónleikaupptökum frá fyrri Airwaves hátíðum.

Frumflutt

25. okt. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,