Rokkland

Að rótum rytmans ? Nashville og Memphis

Rokkland leiðir hlustendur þessu sinni um rætur hryntónlistarinnar í tónlistarborgunum Nashville og Memphis, en umsjónarmaður slóst í för með félögum úr FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) til landsins sem gaf okkur rokk, soul, kántrí, fönk, jazz og blús.

Rúmlega 40 manna hópur tónlistarmanna, maka þeirra og vina lagði upp í ferðalag til Ameríku fyrir rúmri viku í þeim tilgangi komast rótum rytmans eins og fararstjórinn, Jakob Frímann Magnússon orðaði það svo skemmtilega.

Í Nashville var farið í Country Music Hall of Fame og síðan í Creative Workshop Recording hljóðverið þar sem tekið var upp nýtt lag sem varð til í þar og þá. Þaðan var haldið niður til Memphis þar sem byrjað var á heimsækja Jack White í Third Man Records og síðan sjálfan Elvis í Graceland. Daginn eftir var farið í STAX museum þar sem sálartónlistin varð til á sjöunda áratugnum og svo Sun hljóðverið þar sem Elvis, Jerry Lee Lewis og Johnny Cash hófu ferilinn. Þaðan var svo farið í Royal studios, hljóðver sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan 1956. Þar tók Keith Richards upp fyrstu sólóplötuna sína, þar hefur Mark Ronson unnið talsvert á undanförnum árum og sumarsmellur Bruno Mars, Uptown Funk, var tekinn upp þar. Súpergrúppa var sett saman í ferðinni sem samanstóð af hljómborðsleikara Stuðmanna, gítarleikara Sálarinnar, bassaleikara og píanóleikara Hjaltalín og trommara Deep Jimi & The Zep Creams og rokksveitar Rúnna Júl. Með sveitinni sungu svo söngvarar Sálarinnar, Baggalúts og Stuðmanna auk Björgvins Halldórssonar.

Nokkur lög voru hljóðrituð í ferðinni, lög sem Bragi Valdimar Skúlason setti saman; Mojo og Hjartað mitt, og Björgvin Halldórsson hljóðritaði lagið sem Elvis söng fyrir Sam Phillips í Sun hljóðverinu 1956, That´s allright mama.

Frá Memphis var svo haldið til Clarksdale þar sem blúsinn varð til, farið á Krossgöturnar sem sagan segir blúsmaðurinn Robert Johnson hafi gert samning við sjálfan kölska, en Johnson varð afburðar-gítarleikari á aðeins nokkrum mánuðum og það gat hann ekki þakkað neinum öðrum en sjálfum myrkrahöfðingjanum sem tók sál hans í staðinn. Robert Johnson er ein helsta fyrirmynd manna eins og Eric Clapton og Keith Richards lést aðeins 27 ára gamall og lögin hans 29 sem voru hljóðrituð hafa verið hljóðrituð aftur og aftur og aftur í gegnum tíðina ? hann lést árið 1938. Við komum líka við á Ground Zero blúsklúbbnum í Clarksdale sem þeir eiga saman leikarinn Morgan Freemann og bæjarstjórinn í Clarksdale, Bill Luckett, en hann er auðvitað vinur fararstjórans, Jack Magnet.

Á leiðinni var r

Frumflutt

20. sept. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,