Rokkland

Majones Jól og Spíra Ólafar Arnalds

Það er sunnudagur í aðventu í dag og Rokkland dagsins ber þess merki. Við komum aðeins við í aðventugleði Rásar 2 sem fór fram á föstudaginn heyrum í Páli Óskar og Benna Hemm Hemm sem fluttu meðal annars lagið hans Magga Eiríks, Gleði og friðarjól.

Ólöf Arnalds var senda frá sér plötuna Spíru á föstudaginn. Spíra er fimmta platan hennar og fyrsta sem er öll sungin á Íslensku síðan fyrsta platan, Við og við kom út 2007. Ólöf Arnalds kemur í heimsókn í seinni hluta þáttarins en fyrri hlutinn er mestu helgaður plötuni Majones jól sem kom 2006 en var koma út á vinyl í fyrsta skipti í vikunni. Bogomil Font og Samúel Jón Samúelsson rifja upp hvernig það vildi til þessi plata kom út.

Frumflutt

7. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Þættir

,