Rokkland

Helgi Bjösss... sko...

Helgi Björns er gestur Rokklands í dag. Hann sendi nýlega frá sér plötuna Veröldin er en hún er fyrsta platan hans með frumsömdu efni í heil 18 ár.

Helgi segi okkur hvers vegna svona langur tími hafi liðið milli platna, en þessa nýju plötu gerði hann með ungum mönnum sem hann hafði ekki unnið svona náið með áður. Guðmundur Óskar Guðmundsson (Hjaltalín) samdi flest laganna með Helga og megmið af textunum samdi Helgi með Atla Bollasyni sem var á sínum tíma hljómborðsleikari í Sprengjuhöllinni.

Helgi vakti mikla athygli þegar hann byrjaði syngja með hljómsveitinni Grafík fyrir 30 árum. Hann sló eiginlega í gegn á einni nóttu þessi svipmikli gaur frá Ísafirði.

Hann hætti svo í Grafík eftir hafa gert tvær plötur með sveitinni og stofnaði nýja hljómsveit sem var gefið nafnið Síðan skein Sól sem breyttist svo í SSSÓL.

Helgi gaf svo út sólóplötu 1997 og síðan hefur hann verið leika og syngja, er búinn gefa út slatta af plötum þar sem hann hefur verið syngja lög eftir aðra yfirleitt. Plata með lögum Magnúsar Eiríkssonar, plata með lögunum sem Haukur Morthens söng og svo reiðmannaplöturnar.

Nýja platan hefur vakið taslverða athygli og Andrea Jóns og Arnar Eggert gáfu henni t.d.fína einkun.

Frumflutt

13. des. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,