Rokkland

Nick Cave í Reykjavík og Iron Maiden á Wacken

Í fyrri hluta þáttarins heyrum við 30 ára gamalt viðtal sem Vilborg Halldórsdóttir fjölmiðja og leikkona með meiru og eiginkona Helga Björns tók við sjálfan myrkrahöfðingjann Nick Cave þegar hann heimsótti Ísland í fyrsta sinn árið 1986.

Cave sem þá var 29 ára gamall og búsettur í Berlín fór með Vilborgu í bíltúr um borgina og þau stoppuðu í Öskjuhlíðinni og spjölluðu þar saman um plötuna sem þá var nýjust; Kicking against the pricks, um tónlistarlífið í Ástralíu og tónleikana sem fóru fram kvöldið áður á skemmtistaðnum Roxzy (síðar Safari og Casablanca m.a). Viðtalið hefur aldrei verið birt í heild sinni en ég fékk leyfi til birta það í Rokklandi í dag. Viðtalið fannst á segulbandsspólu í bílskúrnum hjá Helga og Vilborgu þegar þau voru taka til sl. vor.

Við rifjum líka upp fyrstu heimsókn hljómsveitarinnar Quarashi í Rokkland haustið 1997 ? en þá var Quarashi splunkuný hljómsveit og nýbúin senda frá sér fyrstu fimm laga plötuna. Sölvi var þá 22 ára og Hössi 19. Quarashi spilaði fyrir fullu húsi á NASA í gærkvöld og stemningin var heit og sveitt.

Elvis kemur lítillega við sögu og svo Iron Maiden, en nýjasta platan þeirra Book of Souls kom út fyrir ári, eftir söngvarinn og flugstjórinn Bruce Dickinson var búinn jafna sig eftir krabbameinsmeðferð en hann var með krabbamein í tungunni sem er ekki sérlega heppilegt fyrir söngvara í þungarokkshljómsveit. meðferð lokinni fór sveitin svo í tónleikaferð um allan heim þar sem spilaðir voru 72 tónleika í 36 löndum fyrir eina og hálfa milljón aðdáenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram á Wacken þungarokkshátíðinni í Þýskalandi um síðustu helgi. Þeir voru sendi út beint í sjónvarpi og á netinu og við heyrum aðeins a því og lög af Book of Souls.

Frumflutt

14. ágúst 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,