Rokkland

Lestarsöngvar, vögguvísur og harmakvein

Iron Maiden kemur aðeins við sögu í Rokklandi dagsins, en sjötta platan þeirra, Somewhere in time er 30 ára um þessar mundir og sveitin ætlar túra aðeins um Bretland og nokkur Evrópulönd næsta sumar.

Hljómsveitin Leaves fagnar 15 ára afmæli sínu í ár og af því tilefni hljóðritaði sveitin aftur fyrsta lagið sem varð til, titillag fyrstu plötunnar sem kom út árið 2002 og heitir Breathe. Við heyrum það á eftir, rifjum upp 14 ára gamalt Popplands-viðtal við Leaves, heyrum tónleikaupptökur með þeim frá Eurosonic Festival 2002 og Reykjavík Tropic Festival í Reykjavík 2006.

Suede er koma til Íslands í annað sinn og spila í Laugardalshöll 22. Október. Suede spilaði í Laugardalshöll á annari Airwaves hátíðinni árið 2000. Við heyrum upptökur Rásar 2 þaðan með Suede og líka 2 lög af nýju plötunni.

Quarashi spilaði á Nasa í ágúst. Tónleikarnir voru teknir upp fyrir Rás 2 og við heyrum brot af því og líka frá útgáfutónleikum Svavars Knúts sem fóru fram í Gamla bíó í otkóber í fyrra.

Billy Bragg er kjaftfor en hjartahlýr og vinstrisinnaður Englendingur, orðinn gráhærður en í fínu formi. Hann hefur gert nokkarar fínar plötur, t.d. tvær plötur og rúmlega það reyndar með Bandarísku hljómsveitinni Wilco en þar sömdu hann og Wilco lög við texta Woody Guthrie sem engin lög voru til við. Núna í síðustu viku var hann senda frá sér ansi merkilega plötu ? ásamt öðrum náunga sem heitir Joe Henry og meðal annars mágur Madonnu. Platan heitir Shine a Light: Field Recordings from the Great American Railroad.

Þeir bókuðu far með járnbraut yfir Bandaríkin þver, frá Chicago yfir til Los Angeles með Texas Eagle 421 Amtrak, höfðu gítarana sína með og upptökutæki og upptökumann og tóku upp flækingslög og lestarsöngva úr Bandarísku söngvabókinni á lestarstöðvum. Heyrum af þessu í þætti vikunnar.

Stærsta tónlistarfrétt vikunnar hér á Íslandi er Björk ætlar spila á Iceland Airwaves í Eldborg í nóvember. BJörk kemur við sögu í þætti dagsins.

Lagalisti þáttarins:

Björk / Lion song

Björk / Virus

Björk / All is full fo love

Suede / The wild ones

Suede / Everything will flow

Suede / When you are young

Suede / What i´m trying to tell you

Leaves / Catch

Leaves / I go down

Leaves / Breathe

Quarashi / Chicago

Quarashi / Mr. Caulfield (live á Nasa)

Quarashi / Baseline (live á Nasa)

Billy Bragg / A new England

Billy Bragg & Joe Henry / Rock Island line

Billy Bragg & Joe Henry / Midnight special

Billy Bragg & Joe Henry / Early morning rain

Svavar Knútur / Yfir holt og yfir hæðir (Live í Gamla bíó)

Svavar Knútur / Brot (Live

Frumflutt

9. okt. 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,