Rokkland

Að rótum rytmans - Clarksdale og Memphis

Þar sem Soul tónlistin varð til og þar sem menn semja við Kölska á krossgötum.

Í þættinum fyirir hálfum mánuði fjallaði ég um ferðina frábæru sem ég fékk fara með í til Ameríku á dögunum; rótum rytmans, með félögum úr FTT (Félag tónskálda og textahöfunda) í tilefni af 30 ára afmæli félagsins sem var reyndar fyrir tveimur árum.

Það var farið rótum rytmans, rótum rytmískrar tónlistar. VIð erum tala um kántrí, blús, Soul, rokk og jazz. Heimsóttar tónlistarborgirnar Nashville þar sem kántríið á heima,Memphis þar sem rokkið fæddist með Elvis og Jerry Lee, og svo Soul-ið, Clarksadale þar sem Robert Johnson samdi við sjálfan Kölska á krossgötum, og svo New Orleans þar sem Lois Armstrong og Jazzinn urðu til.

Í Rokklandi dagsins heyrum við í systrunum, dætrum Willy Mitchell sem eiga og reka Royal studios í Memphis, en þar hljóðriotaði Al Green mikið á sínum tíma, Keith Richards tók upp fyrstu sólóplötuna plötuna sína og Bruno Mars tók upp Uptown Funk í fyrra. Þar hljóðritaði íslensk súpergrúppa sem sett var saman í ferðinni tvö lög, þar af annað sem samið var á staðnum af Bragi Valdimas Skúlasyni. Í súpergrúppunni Nærsveitamenn eru meðlimir út Sálinni, Stuðmönnum, Hjaltalín, Brimkló og Rokksveit Rúnna Júl. Þessi lög hljóma í þættinum og hugsanlega aðeins í þetta eina sinn.

Bill Luckett bæjarstjóri blúsbæjarins Clarksdale kemur við sögu líka. Hann segir okkur m.a. frá blúsmanninum Robert Johnson sem menn eins og Keith Richards og Eric Clapton segja upphafsmaður alls. Án hans væri ekkert rokk.

Og Sálar bræðurnir Stebbi og Gummi úr Sálinni hans Jóns Míns segja okkur frá SOULinu, í STAX í Memphis.

Frumflutt

4. okt. 2015

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,