Rokkland

1000 sinnum segðu Rokkland

Í dag fer þúsundasti þáttur Rokklands í loftið og gestir þáttarins eru þau Nanna og Raggi úr hljómsveitinni Of Monsters And Men.

Músíktilraunir 2016 eru hafnar - hófust í gærkvöldi í Norðurljósum í Hörpu og þess vegna fannst mér passa 1000asti þátturinn fjallaði um þá sigursveit Músíktilrauna sem hefur náð lengst - Of Monsters And Men sem spilaði einmitt á tónleikum í Jóhannesarborg í S-Afríku í gærkvöldi.

Hljómsveitin var í frí hérna heima á Íslandi í kringum jól og áramótin og ég fékk þau Nönnu og Ragga til heimsækja mig og segja mér sögur af ævintýrum sínum og ferðalögum og frá lögunum af nýjustu plötunni; Beneath the skin sem kom út í fyrra, fyrir Rokkland.

Eitt laga plötunnar, Wolves without teeth situr í dag í toppsæti vinsældalista Rásar 2.

Rokkland hefur verið á dagskrá vikulega - fyrir utan þriggja mánaða hlé í fyrra, síðan haustið 1995.

Þátturinn var klukkutími fyrst um sinn og var á laugardögum, en lengdist svo um helming og hefur verið á þessum tíma eftir 4 fréttir á sunnudögum mjög lengi.

Þátturinn hefur breyst dálíitð í gegnum tíðina en hugmydin hefur samt alltaf verið sama; músík-magasín í útvarpi ? þáttur um tónlist og tónlistarfólk þar sem sögurnar af fólkinu eru í aðalhlutverki.ti þáttur Rokklands í loftið og gestir þáttarins eru þau Nanna og Raggi úr hljómsveitinni Of Monsters And Men.

Músíktilraunir 2016 eru hafnar - hófust í gærkvöldi í Norðurljósum í Hörpu og þess vegna fannst mér passa 1000asti þátturinn fjallaði um þá sigursveit Músíktilrauna sem hefur náð lengst - Of Monsters And Men sem spilaði einmitt á tónleikum í Jóhannesarborg í S-Afríku í gærkvöldi.

Hljómsveitin var í frí hérna heima á Íslandi í kringum jól og áramótin og ég fékk þau Nönnu og Ragga til heimsækja mig og segja mér sögur af ævintýrum sínum og ferðalögum og frá lögunum af nýjustu plötunni; Beneath the skin sem kom út í fyrra, fyrir Rokkland.

Eitt laga plötunnar, Wolves without teeth situr í dag í toppsæti vinsældalista Rásar 2.

Rokkland hefur verið á dagskrá vikulega - fyrir utan þriggja mánaða hlé í fyrra, síðan haustið 1995.

Þátturinn var klukkutími fyrst um sinn og var á laugardögum, en lengdist svo um helming og hefur verið á þessum tíma eftir 4 fréttir á sunnudögum mjög lengi.

Þátturinn hefur breyst dálíitð í gegnum tíðina en hugmydin hefur samt alltaf verið sama; músík-magasín í útvarpi ? þáttur um tónlist og tónlistarfólk þar sem sögurnar af fólkinu eru í aðalhlutverki.

Frumflutt

3. apríl 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,