Rokkland

Vévaki og Lón á Eurosonic

Hljómsveitirnar Lón og Vévaki eru tvær af fjórum nöfnum frá íslandi sem spiluðu á Eurosonic festival í Hollandi um miðjan janúar. Rokkland var á svæðinu og ræddi við báðar sveitir. Lón er tríó þar sem Valdimar Guðmundsson syngur á ensku aðalega og Vévaki er kvartett sem syngur forn kvæði og í fornum stíl. Meðlimir sveitarinnar eru heiðin og færa blót í tónlistarform með tónlist sinni.

Frumflutt

28. jan. 2024

Aðgengilegt til

29. jan. 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,