Rokkland

Orri Harðar og Drög að heimkomu

Í Rokklandi dagsins er Orri Harðarson fyrirferðarmestur, en núna 1. október s.l. voru liðin heil 30 ár frá Því fyrsta platan hans, Drög heimkomu, kom út.

Orri varð með útgáfu þessarar plötur yngstur Íslendinga til gera sólóplötu með eigin lögum og hann var útnefndur "Nýliði ársins" á Íslensku tónlistarverðlaununum þegar þau voru afhent í fyrsta sinn, 1994.

Orri sem var útnefndur bæjarlistamaður á Akureyri 2017 hefur sent frá sér 5 stórar plötur, skrifað skáldsögur og aðrar bækur, spilað með hljómsveitum, stjórnað uppötum á fjölmörgum plötum og svo framvegis. Orri heimsótti Rokkland á Akranes í vikunni og við spjölluðum saman um heima og geima en fyrst og fermst um þessa fyrstu plötu hans.

Unglingahljómsveitirnar Rolling Stones og Teengae Fanclub koma líka við í þætti dagsins - sem svo alltaf heyra á ruv.is og í Rúv spilaranum. Hvað ætti Rúv spilarinn annars heita? Þessi sem við erum með í símanum...

Frumflutt

22. okt. 2023

Aðgengilegt til

2. apríl 2025
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,