Rokkland

Bruce Springsteen og Iceland Airwaves 2023

Iceland Airwaves fór fram um helgina í rokkborginni Reykjavík. Rúmlega 150 listamenn og hljómsveitir spiluðu meira en 250 tónleika í aðal-dagskrá og off venue eins og það er kallað.

Rokkland var á Airwaves og við heyrum tóndæmi og spjall við Airwaves-fólk í þættinum í dag; listafólk, gesti og starfsfólk, og líka í næsta þætti eftir viku. Elín Sif Hall, Ásgeir Andri Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Ása Dýradóttir, Árni Hjörvar ofl. koma við sögu í dag.

En Bruce Springsteen er líka fyrirferðarmikill í þættinum í dag. Bruce skrifaði fyrir nokkrum árum sjálfsævisögu; Born to Run, sem vakti mikla athygli um allan heim. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og núna var hún koma út á Íslensku í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar sem var fréttamaður á RÚV í eina tíð og sat síðan á alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn eitt kjörtímabil. Magnús sem hefur skrifað og þýtt margar bækur segir okkur frá Bruce og bókinni - og ég bað hann líka um velja nokkur lög með Bruce sem við hlustum á.

Frumflutt

5. nóv. 2023

Aðgengilegt til

6. nóv. 2024
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,