Rokkland

Gus Gus í 27 ár

Hljómsveitin - fyrirbærið - fjöllista-hópurinn - Gus Gus fagnaði 25 ára afmæli með fernum tónleikum í Hörpu um daginn og það var algjör snilld sögðu þeir sem upplifðu það.

Reyndar er Gus Gus 27 ára en það dróst á langinn halda upp á afmælið sem var 2020 - Gus Gus varð til 1995 og er jafngömul Rokklandi.

Gus Gus hlaut á dögunum Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrsta skipti - fyrir Popp plötu ársins. Það var kominn tími til, platan er frábær ? kannski besta plata Gus Gus.

Gestur Rokklands í dag er Biggi Veira ? Birgir Þórarinsson sem er eini sem hefur verið í Gus Gus frá byrjun. Margir hafa komið og farið og svo komið aftur, og það voru margir sem komu aftur á afmælistónleikunum enda allt í mesta bróðerni - svona yfirleitt. Ég ætla spyrja um allskonar í dag og Biggi ætlar segja frá. Stay the ride -

Frumflutt

24. apríl 2022

Aðgengilegt til

19. júní 2024
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir

,