Rokkland

Jazz fyrir byrjendur

Jazzhátíð í Reykjavík stendur yfir þessa dagana - hófst í gær og stendur til næsta laugardags. Þar er ýmislegt áhugavert á dagskránni - flott prógramm fyrir þá sem hafa gaman af Jazzmúsík - og í tilefni af Jazzhátíð ákvað ég gera það sem ég hef ætlað mér í nokkur ár sem er tala um Jazz í Rokklandi. Hvað er jazz? Hvaðan kemur hann? Hver hlustar á hann og er eitthvað í þetta varið? Hverjir eru helstu persónur og leikendur?

Gestur Rokklands í dag og sem ætlar leiða okkur um undraveröld jazz-heima er einn helsti Jazzmaður þjóðarinnar - útvarps og blaðamaðurinn og Jazz-spesíalistinn Vernharður Linnet.

Birt

30. ágúst 2020

Aðgengilegt til

1. sept. 2021
Rokkland

Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Þættir